Aðalfundur Leiknar verður haldinn þriðjudaginn 25 apríl kl. 12 – 13 hjá Fræðslunetinu, Tryggvagötu 13, Selfossi. Ráðstefna Kvasir og Leiknar hefst kl. 13:15 á Hótel Selfoss. Kl. 12. Dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar Endurskoðaðir reikningar félagsins Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga Fjárhags- og rekstraráætlun og ákvörðun um árgjöld Lagabreytingar Kosning formanns Kjör stjórnar (þegar við á) Kosning skoðunarmanna reikninga
Fjarfræðsluerindi framundan
Leikn heldur áfram að líta til norðurlandanna í leit að fyrirmyndarverkefnum sem geta mögulega nýst okkur til að breyta og bæta. Næsta fjarfræðsluerindi kemur því frá Danmörku og fjallar um hönnun námsumhverfis. Daninn veit hvað hann syngur þegar kemur að huggulegu umhverfi. Smelltu hér til að tengjast fundunum. Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45. „Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev
Norræn fjarfræðsluerindi Leiknar
Næstu fjarfræðsluerindi Leiknar koma frá norrænum kollegum okkar. Annarsvegar er um að ræða kynningu á finnsku fjarnámskerfi og hinsvegar kynningu á dönskum arkitektúr sem styður við nýja hugmyndafræði náms. Þriðjudagur 10. janúar, kl. 9.00-9.45. Finnskt fjarnámskerfi í Otava sem leggur áherslu á aðgengi, einfaldleika, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða myndrænan og vel skipulagðan námsvef með
Fréttir frá fullorðinsfræðslu og næsta fjarfræðsluerindi – Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi
Fjarfræðsluerindi Leiknar Hér má sjá næstu fjarfræðsluerindi Leiknar. Þau hefjast alltaf kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr. Næsta erindi: Þriðjudaginn 6. desember: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“. Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið. Settu viðburðinn í dagatalið þitt: iCalendar • Google Calendar • Outlook Fræðsla á
Fjarfræðsluerindi nóvembermánaðar
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 9 sendum við út fjarfræðsluerindi í 30 mínútur. Við fáum Guðmund Þór Reynisson, kerfisfræðing, til að fjalla um kosti upplýsingatækni til að halda utan um upplýsingar, án þess að prenta. Hann tekur m.a. dæmi um Evernote og fleiri öpp. Vonandi nýtist þessi örfræðsla okkur til að minnka sóun á pappír. Smelltu hér til að tengjast fundinum. Næstu fjarfræðsluerindi Þriðjudagur 6.
Fjarfræðsluerindi á morgun – Listin að læra að lifa og læra saman
Fjarfræðsluerindi morgundagsins Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. okt. kl. 9 hefjum við útsendingu á fyrstu fræðslu haustsins á vefnum. Anna Lára Steindal, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Rauða Krossinum ætlar að fjalla um; „Listin að lifa og læra saman – Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Gott er að koma inn á námssvæðið aðeins fyrr og stilla sín tæki,
Fyrsta erindi vetrarins
Ágæta Leiknarfólk Við hjá Leikn erum búin að funda og setja okkur í stellingar fyrir nýtt starfsár. Að venju ætlum við að fræða og miðla upplýsingum um faglegar áherslur í fullorðinsfræðslu og styrkja þannig samstarfsvettvanginn og sameiginlegan hag. Á vefsíðu Leiknar má sjá allt sem á undan er gengið, skjöl, skrár og skýrslur eða rifja upp okkar sígildu snörpu fjarfræðsluerindi.
Af fullorðinsfræðslu í Evrópu
Sumarið er handan við hornið og vonandi fræðandi vetur að baki. Áður en við hjá Leikn leggjumst í sumardvala þá viljum við senda ykkar síðustu fræðslumolana sem okkur berast þessa dagana. Um er að ræða tengla inn á margskonar útgáfur og fréttaveitur um fullorðinsfræðslu. Hvað viltu skoða? Epale- evrópska upplýsingaveitan um fullorðinsfræðslu. Þessa daga er verið að kynna allskonar viðburði
Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins
Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins verður sent út á vefnum næsta þriðjudag, 26. apríl, kl. 9. Þá mun Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðunni fræðslusetri, gefa okkur innsýn í „Áætlanagerð í verkefnum.“ Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd