Norræn fjarfræðsluerindi Leiknar

Næstu fjarfræðsluerindi Leiknar koma frá norrænum kollegum okkar. Annarsvegar er um að ræða kynningu á finnsku fjarnámskerfi og hinsvegar kynningu á dönskum arkitektúr sem styður við nýja hugmyndafræði náms.

 

Þriðjudagur 10. janúar, kl. 9.00-9.45.

Finnskt fjarnámskerfi í Otava sem leggur áherslu á aðgengi, einfaldleika, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða myndrænan og vel skipulagðan námsvef með þróaða stuðningsþjónustu. Kynnir er Miia Siven, fjarkennslustjóri.
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.