Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins

Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins verður sent út á vefnum næsta þriðjudag, 26. apríl, kl. 9. Þá mun Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðunni fræðslusetri, gefa okkur innsýn í „Áætlanagerð í verkefnum.“ 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

 

Aðalfundur Leiknar

Aðalfundur Leiknar var haldinn 19. apríl sl. hjá Iðunni fræðslusetri. Fyrir fundinn fengum við Lísu Jóhönnu Ævarsdóttur, MPM, til kynna fyrir okkur sjónrænar stjórnunaraðferðir í anda LEAN hugmyndafræðinnar. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn og einungis vantaði fulltrúa frá þremur stofnaðilum. Hinsvegar sátu færri aðalfundinn sem hófst í kjölfarið en  uppjör starfsársins má nálgast hér á vef Leiknar og fundargerð verður sett inn bráðlega. 

Við Leiknarfólk þökkum kærlega skemmtilegt samstarf í vetur um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars.

Kveðja, stjórn Leiknar.