Stefnuyfirlýsing um nám fullorðinna á 21. öldinni

Leikn hefur látið þýða stefnuyfirlýsingu Evrópusamtaka um fullorðinsfræðslu, EAEA, yfir á íslensku. Í stefnuyfirlýsingunni er m.a. lagt til að farið verði í aðgerðir til að þróa evrópskt þekkingarsamfélag og efla fullorðinsfræðslu og símenntun til að Evrópa geti tekist á við áskoranir nútímans m.a. um samkeppnishæfi, velferð, jafnrétti og sjálfbærni.

Íslensku þýðinguna er að finna hér á síðu Leiknar en upprunalegu útgáfuna er að finna á heimasíðu EAEA.