Hvernig danskir lýðháskólar urðu til þess að ung kona neitaði að standa upp í strætó í Alabama.

Í dag, fimmutdaginn 9. febrúar hófu fræðsluerindi Leiknar aftur göngu sína.  Lene Rache Andersen flutti erindið „Hvað er menntun og hvert er hið norræna leyndarmál. Í erindinu fræddi Lene okkur um upphaf lýðfræðslu og tilurð lýðháskólanna á Norðurlöndunum og samhengi á milli þeirra og velgengni Norðurlandanna. Erindið var skemmtileg, fræðandi og vakti þátttakendur til umhugsunar.  Ef þið viljið komast af því hvernig danskir lýðháskólar urðu til þess að ung kona neitaði að standa upp í strætó, þá skuluð þið endilega horfa á erindið með því að smella hér fyrir neðan.

Smellið hér til að horfa á erindið.

Við minnum svo á erindi Lauru Formenti sem verður 2. mars. Fylgist með.