Um Leikn

Samtök fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi
Ljósmynd: Ágúst Atlason
Ljósmynd: Ágúst Atlason

Leikn er sameiginlegur vettvangur aðila í fullorðinsfræðslu á Íslandi og málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum. Tilgangur samtakanna er að efla fræðslu fullorðinna á Íslandi. Samtökin vilja stuðla að virkri umræðu um sí- og endurmenntun, auka upplýsingamiðlun og samskipti og samstarf milli fullorðinsfræðsluaðila og stjórnvalda annars vegar og efla erlend samskipti á sviði fullorðinsfræðslu hins vegar. Rétt til aðildar að samtökunum eiga fræðsluaðilar eða frjáls félagasamtök sem hafa það meginhlutverk að bjóða fræðslu fyrir fullorðna, starfa til almannaheilla á samfélagslegum grunni (nonprofit), eru sjálfstæðir rekstraraðilar og starfa utan hins formlega skólakerfis.
Skoða samþykktir leiknar (Word skjal).

Leikn er skráð í fyrirtækjaskrá RSK