A A A
mišvikudagurinn 19. aprķl 2017

Rįšstefna Kvasir og Leiknar.

Ráðstefna Leiknar og Kvasis 25. apríl er haldin á Hótel Selfossi (á eftir aðalfundi)

,,Aðgengi fullorðinna að námi, hvati til náms og hindranir sem þarf að yfirstíga“

 

Dagskrá:

13:15     Setning – ávarp ráðstefnustjóra. - Eyjólfur Sturlaugsson,

framkvæmdastjóri Fræðslunetsins – símenntun á Suðurlandi

13:25     Aðgengi fullorðinna að framhaldskólum – Meistararannsókn Elínar S. Welding Hákonardóttur. -Dr. Sif            Einarsdóttir prófessor

13:50     Eitt skref áfram - Að mæta þörfum fólks sem sækir síður í nám.
Rannsóknarþættir GOAL verkefnisins. - Lára Rún Sigurvinsdóttir verkefnastjóri Menntavísindastofnunar

14:15     Tækifæri fyrir alla – réttur allra - Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ

14:40     Kaffihlé

14:55     Brottfallsrannsóknir í framhaldsskólum - Jóhannes H. Steingrímsson framkvæmdarstjóri Stúdíu ehf.

15:20     Frá áhuga til árangurs – um Stóriðjuskólann. - Hörður Baldvinsson frá Stóriðjuskóla Norðuráls, verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöðinni

15:35     Umræður

16:00     Ráðstefnulok

 

Kveðja, stjórn Kvasir og Leiknar

mišvikudagurinn 12. aprķl 2017

Ašalfundur Leiknar

Aðalfundur Leiknar verður haldinn þriðjudaginn 25 apríl kl. 12 - 13 hjá Fræðslunetinu, Tryggvagötu 13, Selfossi. Ráðstefna Kvasir og Leiknar hefst kl. 13:15 á Hótel Selfoss.

Kl. 12.

     Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  4. Fjárhags- og rekstraráætlun og ákvörðun um árgjöld
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning formanns
  7. Kjör stjórnar (þegar við á)
  8. Kosning skoðunarmanna reikninga
  9. Önnur mál

 

 

Kveðja, stjórn Leiknar.

žrišjudagurinn 31. janśar 2017

Fjarfręšsluerindi framundan

Leikn heldur áfram að líta til norðurlandanna í leit að fyrirmyndarverkefnum sem geta mögulega nýst okkur til að breyta og bæta. Næsta fjarfræðsluerindi kemur því frá Danmörku og fjallar um hönnun námsumhverfis. Daninn veit hvað hann syngur þegar kemur að huggulegu umhverfi. 

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. mars, kl. 9.00-9.45.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands fjallar um Stóriðjuskólann og skyld samstarfsverkefni á svæðinu.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 4. apríl, kl. 9.00-9.45.

Iðan fræðslusetur kynnir notkun Mailchimp, svo allir geti nú sent út kynningar eftir þeim leiðum og náð til markhópsins með stuttum og skýrum skilaboðum.  

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:

iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

 

Að utan:

EAEA: Evrópusamstök fullorðinsfræðsluaðila undirbúa allskonar viðburði 2017 til að auka sýnileika fullorðinsfræðslunnar og ná til stærri markhóps. 

EPALE: Íslenska fréttabréfið tekur saman verkefni sem tengjast vaxandi samfélagslegu gildi fræðsluaðila:


Formannsskipti hjá Leikn

Skipt verður um í brúnni hjá Leikn þegar Hulda Anna hverfur til annarra starfa og Guðrún Vala leiðir starfið síðustu þrjá mánuðina. Útgáfa fréttabréfsins færist í sömu hendur. 

Kveðja, stjórn Leiknar.

 

žrišjudagurinn 10. janśar 2017

Norręn fjarfręšsluerindi Leiknar

Næstu fjarfræðsluerindi Leiknar koma frá norrænum kollegum okkar. Annarsvegar er um að ræða kynningu á finnsku fjarnámskerfi og hinsvegar kynningu á dönskum arkitektúr sem styður við nýja hugmyndafræði náms.

 

Þriðjudagur 10. janúar, kl. 9.00-9.45.

Finnskt fjarnámskerfi í Otava sem leggur áherslu á aðgengi, einfaldleika, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða myndrænan og vel skipulagðan námsvef með þróaða stuðningsþjónustu. Kynnir er Miia Siven, fjarkennslustjóri.
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

 

 

 

Fjarfræðsluerindi Leiknar

Hér má sjá næstu fjarfræðsluerindi Leiknar. Þau hefjast alltaf kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

Næsta erindi:

Þriðjudaginn 6. desember: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“. Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook 

 

Fræðsla á nýju ári

Þriðjudaginn 10. janúar: Finnskur fjarkennsluvefur og stuðningur á netinu. Fjarerindi frá Otava Folk High School sem sérhæfir sig í fjarnámi, sveigjanlegri framsetningu náms og mjög sýnilegum stuðningi.

Þriðjudaginn 7. febrúar: Vinnuvistfræðilegt námsumhverfi og kennarapúltið að hverfa? Fyrirlesari frá VoxenUdannelsesCentrum Syd í Haderslev, en þar styður umhverfið við hugmyndafræði og starfsemi fullorðinsfræðslunnar.

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Á döfinni

Viltu vita meira um mótun fagháskólastigs á Íslandi?
Smelltu hér til að kynna þér málið.

Viltu reyna að fjármagna góða hugmynd? Þá er gott að vita af umsóknarfrestinum 31. mars 2017 til að sækja um Erasmus+ samstarfsverkefni um þróun fullorðinsfræðslu.
Smelltu hér til að kynna þér málið.
 

Að utan

NVL: skýrsla um leiðir til að meta alþýðufræðslu og þátttöku í samfélagslegum verkefnum á aðgengilegan hátt. Örugglega tilkomið til að auka atvinnuhæfni, viðurkenna fjölbreytileika og greiða leið í nám við hæfi. Sjá hér

EPALE: Bretland býður fullorðnu fólki ókeypis kennslu í upplýsingatækni. Markmiðið að auka tölvulæsi og tryggja að allir íbúar geti nýtt sér tölvutæknina. Sjá hér.

EAEA: Hér má sjá fullt nýtt af evrópskum áherslum í fullorðinsfræðslu og yfirlit yfir fjölda ráðstefna árið 2017. Nú er lag að skipuleggja sig og sækja um með góðum fyrirvara. Sjá hér
 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.
Eldri fęrslur
Vefumsjón