A A A
ţriđjudagurinn 31. janúar 2017

Fjarfrćđsluerindi framundan

Leikn heldur áfram að líta til norðurlandanna í leit að fyrirmyndarverkefnum sem geta mögulega nýst okkur til að breyta og bæta. Næsta fjarfræðsluerindi kemur því frá Danmörku og fjallar um hönnun námsumhverfis. Daninn veit hvað hann syngur þegar kemur að huggulegu umhverfi. 

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. mars, kl. 9.00-9.45.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands fjallar um Stóriðjuskólann og skyld samstarfsverkefni á svæðinu.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 4. apríl, kl. 9.00-9.45.

Iðan fræðslusetur kynnir notkun Mailchimp, svo allir geti nú sent út kynningar eftir þeim leiðum og náð til markhópsins með stuttum og skýrum skilaboðum.  

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:

iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

 

Að utan:

EAEA: Evrópusamstök fullorðinsfræðsluaðila undirbúa allskonar viðburði 2017 til að auka sýnileika fullorðinsfræðslunnar og ná til stærri markhóps. 

EPALE: Íslenska fréttabréfið tekur saman verkefni sem tengjast vaxandi samfélagslegu gildi fræðsluaðila:


Formannsskipti hjá Leikn

Skipt verður um í brúnni hjá Leikn þegar Hulda Anna hverfur til annarra starfa og Guðrún Vala leiðir starfið síðustu þrjá mánuðina. Útgáfa fréttabréfsins færist í sömu hendur. 

Kveðja, stjórn Leiknar.

 

ţriđjudagurinn 10. janúar 2017

Norrćn fjarfrćđsluerindi Leiknar

Næstu fjarfræðsluerindi Leiknar koma frá norrænum kollegum okkar. Annarsvegar er um að ræða kynningu á finnsku fjarnámskerfi og hinsvegar kynningu á dönskum arkitektúr sem styður við nýja hugmyndafræði náms.

 

Þriðjudagur 10. janúar, kl. 9.00-9.45.

Finnskt fjarnámskerfi í Otava sem leggur áherslu á aðgengi, einfaldleika, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða myndrænan og vel skipulagðan námsvef með þróaða stuðningsþjónustu. Kynnir er Miia Siven, fjarkennslustjóri.
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

 

 

 

Fjarfræðsluerindi Leiknar

Hér má sjá næstu fjarfræðsluerindi Leiknar. Þau hefjast alltaf kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

Næsta erindi:

Þriðjudaginn 6. desember: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“. Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook 

 

Fræðsla á nýju ári

Þriðjudaginn 10. janúar: Finnskur fjarkennsluvefur og stuðningur á netinu. Fjarerindi frá Otava Folk High School sem sérhæfir sig í fjarnámi, sveigjanlegri framsetningu náms og mjög sýnilegum stuðningi.

Þriðjudaginn 7. febrúar: Vinnuvistfræðilegt námsumhverfi og kennarapúltið að hverfa? Fyrirlesari frá VoxenUdannelsesCentrum Syd í Haderslev, en þar styður umhverfið við hugmyndafræði og starfsemi fullorðinsfræðslunnar.

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Á döfinni

Viltu vita meira um mótun fagháskólastigs á Íslandi?
Smelltu hér til að kynna þér málið.

Viltu reyna að fjármagna góða hugmynd? Þá er gott að vita af umsóknarfrestinum 31. mars 2017 til að sækja um Erasmus+ samstarfsverkefni um þróun fullorðinsfræðslu.
Smelltu hér til að kynna þér málið.
 

Að utan

NVL: skýrsla um leiðir til að meta alþýðufræðslu og þátttöku í samfélagslegum verkefnum á aðgengilegan hátt. Örugglega tilkomið til að auka atvinnuhæfni, viðurkenna fjölbreytileika og greiða leið í nám við hæfi. Sjá hér

EPALE: Bretland býður fullorðnu fólki ókeypis kennslu í upplýsingatækni. Markmiðið að auka tölvulæsi og tryggja að allir íbúar geti nýtt sér tölvutæknina. Sjá hér.

EAEA: Hér má sjá fullt nýtt af evrópskum áherslum í fullorðinsfræðslu og yfirlit yfir fjölda ráðstefna árið 2017. Nú er lag að skipuleggja sig og sækja um með góðum fyrirvara. Sjá hér
 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.
fimmtudagurinn 27. október 2016

Fjarfrćđsluerindi nóvembermánađar

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 9 sendum við út fjarfræðsluerindi í 30 mínútur. Við fáum Guðmund Þór Reynisson, kerfisfræðing, til að fjalla um kosti upplýsingatækni til að halda utan um upplýsingar, án þess að prenta. Hann tekur m.a. dæmi um Evernote og fleiri öpp. Vonandi nýtist þessi örfræðsla okkur til að minnka sóun á pappír. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Næstu fjarfræðsluerindi

Þriðjudagur 6. des.
„Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“
Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið

Þriðjudagurinn 10. jan.
Kynning á fjarkennslukerfi finnsks fullorðinsfræðsluaðila.
Nánar síðar.

 

Er íslenski hæfnirammi menntunar í höfn?

Formaður Leiknar skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu um áframhaldandi þróun íslensks hæfniramma menntunar, ásamt fjölda hagsmunaaðila utan formlega skólakerfsins. Með undirrituninni er mikilvægum áfanga náð í að auka samtal og samstarf menntakerfis og atvinnulífs þar sem nám getur farið fram hvar sem er og reynsla er metin að verðleikum. Heilmikil og spennandi þróunarvinna bíður okkar í fullorðinsfræðslunni en eins og flestir vita þá hefur mikil vinna átt sér stað sl. ár til að ná þessum áfanga.

Smelltu hér til að kynna þér málið.
 

Að utan

Spennandi skýrsla frá UNESCO: Rethinking education.

Fréttir frá EAEA (European Association for the Education of Adults).
Allt um ráðstefnur, skýrslur og umbótaverkefni í Evrópu
 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.

Fjarfræðsluerindi morgundagsins


Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. okt. kl. 9 hefjum við útsendingu á fyrstu fræðslu haustsins á vefnum. Anna Lára Steindal, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Rauða Krossinum ætlar að fjalla um; „Listin að lifa og læra saman - Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Gott er að koma inn á námssvæðið aðeins fyrr og stilla sín tæki, og ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

 

Á döfinni

Fram að jólum er þessi fjarfræðsla fyrirhuguð og endilega takið tíma frá til að vera með okkur í beinni útsendingu sem hefst alltaf klukkan 9.
Þriðjudaginn 1. nóv: Guðmundur Þór Reynisson, kerfisfræðingur fjallar um appið „Evernote- sem engu gleymir“ og hvernig hægt er að nýta það til að safna þekkingu héðan og þaðan, flokka, og finna aftur - til að búa til eitthvað nýtt.
Þriðjudaginn 6. des: Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“.

 

Að utan

Epale leggur áherslu á tungumálakennslu þessa dagana. Sjá hér.

NVL hefur nýsent frá sér fréttabréf þar sem kennir ýmissa grasa. Sjá hér.

Cedefop- Starfsmenntastofnun Evrópu vinnur að því að auka gæði og gegnsæi við uppbyggingu starfshæfni með gátlistum, stöðlum og samanburðarkerfum. Sjá hér.

Kveðja, stjórn Leiknar. 

 

Eldri fćrslur
Vefumsjón