A A A
ţriđjudagurinn 21. júní 2016

Af fullorđinsfrćđslu í Evrópu

Sumarið er handan við hornið og vonandi fræðandi vetur að baki. Áður en við hjá Leikn leggjumst í sumardvala þá viljum við senda ykkar síðustu fræðslumolana sem okkur berast þessa dagana. Um er að ræða tengla inn á margskonar útgáfur og fréttaveitur um fullorðinsfræðslu.

Hvað viltu skoða?

Epale- evrópska upplýsingaveitan um fullorðinsfræðslu. Þessa daga er verið að kynna allskonar viðburði og ráðstefnur á sviði fullorðinsfræðslu, sem haldnar verða næsta haust. Það er þess virði að fara reglulega inn á þessa síðu og kynna sér nýjungar.

New skills agenda in Europe: Átak stendur nú yfir í Evrópu til að tryggja að allir noti hæfileika sína og byggi markvisst upp persónulega og starfstengda hæfni. Skilaboðin eru að enginn má vera eftirbátur. 

Á fullorðinsfræðsla að vera skylda? Hér má skoða ályktun Norðurlandanna um þessa rótttæku nálgun. 

Cedefop fjallar um hvernig endurbætum við menntakerfin okkar og horfum til framtíðar, hæfniuppbyggingar og nýrra áskorana handan við hornið. 

Kæra samstarfsfólk, eigið gott sumar framundan og sjáumst í haust. 

Kveðja,
Stjórn Leiknar

föstudagurinn 22. apríl 2016

Síđasta fjarfrćđsluerindi vetrarins

Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins verður sent út á vefnum næsta þriðjudag, 26. apríl, kl. 9. Þá mun Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðunni fræðslusetri, gefa okkur innsýn í „Áætlanagerð í verkefnum.“ 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

 

Aðalfundur Leiknar

Aðalfundur Leiknar var haldinn 19. apríl sl. hjá Iðunni fræðslusetri. Fyrir fundinn fengum við Lísu Jóhönnu Ævarsdóttur, MPM, til kynna fyrir okkur sjónrænar stjórnunaraðferðir í anda LEAN hugmyndafræðinnar. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn og einungis vantaði fulltrúa frá þremur stofnaðilum. Hinsvegar sátu færri aðalfundinn sem hófst í kjölfarið en  uppjör starfsársins má nálgast hér á vef Leiknar og fundargerð verður sett inn bráðlega. 

Við Leiknarfólk þökkum kærlega skemmtilegt samstarf í vetur um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars.

Kveðja, stjórn Leiknar. 

mánudagurinn 4. apríl 2016

Ađalfundur Leiknar

Aðalfundur Leiknar verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 15 - 17 hjá Iðunni Fræðslusetri, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Fræðsluerindi hefst kl. 14 á sama stað.

Kl. 14.
Fyrirlestur „Um LEAN og sjónrænar stjórnunaraðferðir“ og fyrirlesari er Lísa Jóhanna Ævarsdóttir MPM og       meðeigandi í LEAN Ísland. Hún mun fjalla um í stuttu máli út á hvað LEAN gengur og tekur dæmi af myndum teyma og sjónrænni stjórnun verkefna með aðferðafræði eins og Kanban, Scrum, Trello og fleiri hagnýtum nálgunum.


Kl. 15.
    Dagskrá aðalfundar:

        1. Skýrsla stjórnar
        2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
        3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
        4. Fjárhags- og rekstraráætlun og ákvörðun um árgjöld
        5. Lagabreytingar
        6. Kosning formanns
        7. Kjör stjórnar (þegar við á)
        8. Kosning skoðunarmanna reikninga
        9. Önnur mál


Kveðja, stjórn Leiknar. 

mánudagurinn 4. apríl 2016

Fjarfrćđsla fyrir verkefnastjóra

Næsta fjarfræðsluerindi verður sent út þriðjudaginn 26. apríl kl. 9 og þá ætlum við að fræðast aðeins um utanumhald og skipulag verkefna.

Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðunni fræðslusetri ætlar að gefa okkur innsýn í „Áætlanagerð í verkefnum.“ 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

föstudagurinn 4. mars 2016

Námsvefur Starfsmenntar

Þriðjudaginn 8. mars mun Björg Valsdóttir, skrifstofustjóri hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt, kynna möguleika rafræns námsumsjónarkerfis setursins, en Mínar síður kerfisins voru á dögunum tilnefndar til Íslensku vefverðlaunanna.  
Þetta er skothelt kerfi sem býður upp á marga möguleika til samskipta og utanumhald náms. 
Taktu frá tíma á þriðjudaginn kl. 9. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú ert lendir í vandræðum getur þú haft samband við Friðrik hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í síma 599-1400.
Eldri fćrslur
Vefumsjón