Fyrsta erindi vetrarins

Ágæta Leiknarfólk

Við hjá Leikn erum búin að funda og setja okkur í stellingar fyrir nýtt starfsár. Að venju ætlum við að fræða og miðla upplýsingum um faglegar áherslur í fullorðinsfræðslu og styrkja þannig samstarfsvettvanginn og sameiginlegan hag. Á vefsíðu Leiknar má sjá allt sem á undan er gengið, skjöl, skrár og skýrslur eða rifja upp okkar sígildu snörpu fjarfræðsluerindi.
 

Listin að lifa og læra saman 

Þriðjudaginn 4. október fáum við Önnu Láru Steindal, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum til að fjalla um fjölmenningu og fordóma undir yfirskriftinni: „Listin að lifa og læra saman – Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Allir sem til þekkja vita að hér er frábær fyrirlesari á ferð sem ýtir við fólki og fær það til að endurskoða sitthvað í eigin fari. 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.
 

EPALE – alhliða upplýsingaveita 

Epale er evrópsk upplýsingaveita um allt sem viðkemur fullorðinsfræðslu og ævinámi. Þau hafa verið iðin í sumar við að setja inn efni t.d. um vinnustaðarnám og fyrirtækja-/stofnanaskóla. Hér úir allt og grúir af fróðleik og taka þau fyrir ákveðin þemu í einu. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig inn á Epale gáttina og fylgjast með því nýjasta. 

Hæfni – mál málanna

Markviss hæfniuppbygging er mál málanna í Evrópu og margt er í gangi til að fá alla til að huga að eigin hæfniuppbyggingu. Það varðar kerfisbreytingar, sveigjanleika og nýja hugsun um nám og mat á færni.

Hér má sjá útgáfur Cedefop um efnið: Skillset and match

Þá stefnum við á það að halda fjarfræðsluerindin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og vonumst til að heyra í sem flestum þann fjórða október. 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.