Fjarfræðsluerindi framundan

Leikn heldur áfram að líta til norðurlandanna í leit að fyrirmyndarverkefnum sem geta mögulega nýst okkur til að breyta og bæta. Næsta fjarfræðsluerindi kemur því frá Danmörku og fjallar um hönnun námsumhverfis. Daninn veit hvað hann syngur þegar kemur að huggulegu umhverfi. 

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Þriðjudagur 7. febrúar, kl. 9.00-9.45.

„Hvernig styður skólabyggingin og námsumhverfið í Haderslev í Danmörku við nám fullorðinna og nýja hugmyndafræði menntunar?“ Kynnir er Jesper Andreasen, ráðgjafa- og samskiptastjóri hjá VUC-syd (Voksenuddannelsescenter).

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 7. mars, kl. 9.00-9.45.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands fjallar um Stóriðjuskólann og skyld samstarfsverkefni á svæðinu.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

 

Þriðjudagur 4. apríl, kl. 9.00-9.45.

Iðan fræðslusetur kynnir notkun Mailchimp, svo allir geti nú sent út kynningar eftir þeim leiðum og náð til markhópsins með stuttum og skýrum skilaboðum.  

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:

iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook  •  Outlook Online

Erindin hefjast að venju kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

 

Að utan:

EAEA: Evrópusamstök fullorðinsfræðsluaðila undirbúa allskonar viðburði 2017 til að auka sýnileika fullorðinsfræðslunnar og ná til stærri markhóps. 

EPALE: Íslenska fréttabréfið tekur saman verkefni sem tengjast vaxandi samfélagslegu gildi fræðsluaðila:

Formannsskipti hjá Leikn

Skipt verður um í brúnni hjá Leikn þegar Hulda Anna hverfur til annarra starfa og Guðrún Vala leiðir starfið síðustu þrjá mánuðina. Útgáfa fréttabréfsins færist í sömu hendur. 

Kveðja, stjórn Leiknar.