Fjarfræðsluerindi 16. janúar kl. 9:15 „Inclusion of refugees through non-formal education“.

Norðurlöndin hafa á síðustu árum kynnst flóttamannastraumi sem á ekki sinn líka frá seinni heimstyrjöld. Einnig hefur innflytjendum fjölgað mikið i þessum löndum síðustu áratugi. Ein helsta áskorunin sem þessi lönd standa frammi fyrir í kjölfar aukinna fólksflutninga er að tryggja það að innflytjendur og flóttamenn verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Óformleg menntun og félagasamtök á Norðurlöndum hafa gegnt ómetanlegu hlutverki í gegnum árin þegar viðkemur því að virkja innflytjendur. Þetta erindi er til að kynna rannsóknina „Inclusion of refugees through non-formal education“ sem gerð var á Norðurlöndunum og styrkur fékkst frá Norrænu ráðherranefndinni. Í rannsókninni voru fundin verkefni innan óformlega menntakerfisins, sem skarað hafa fram úr öðrum þegar viðkemur að virkja innflytjendur og flóttamenn í samfélaginu.  Ísland tók þátt í rannsókninni og sá Leikn um gagnaöflun héðan. Valin voru verkefni frá SÍMEY og Mími og vinnu þeirra með flóttamönnum tekin sem fyrirmyndarverkefni frá Íslandi. Í þessu fræðslu erindi ætlar Helgi Þ. Svavarsson, verkefnastjóri hjá SÍMEY að segja frá rannsókninni og niðurstöðum hennar.

kl.9:15 þann 16. janúar

Smellið á tengilinn til að taka þátt: http://frea.adobeconnect.com/helgi/