Fjarfræðsluerindi morgundagsins
Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. okt. kl. 9 hefjum við útsendingu á fyrstu fræðslu haustsins á vefnum. Anna Lára Steindal, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Rauða Krossinum ætlar að fjalla um; „Listin að lifa og læra saman – Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Gott er að koma inn á námssvæðið aðeins fyrr og stilla sín tæki, og ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi.
Smelltu hér til að tengjast fundinum.
Á döfinni
Fram að jólum er þessi fjarfræðsla fyrirhuguð og endilega takið tíma frá til að vera með okkur í beinni útsendingu sem hefst alltaf klukkan 9.
Þriðjudaginn 1. nóv: Guðmundur Þór Reynisson, kerfisfræðingur fjallar um appið „Evernote- sem engu gleymir“ og hvernig hægt er að nýta það til að safna þekkingu héðan og þaðan, flokka, og finna aftur – til að búa til eitthvað nýtt.
Þriðjudaginn 6. des: Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“.
Að utan
Epale leggur áherslu á tungumálakennslu þessa dagana. Sjá hér.
NVL hefur nýsent frá sér fréttabréf þar sem kennir ýmissa grasa. Sjá hér.
Cedefop- Starfsmenntastofnun Evrópu vinnur að því að auka gæði og gegnsæi við uppbyggingu starfshæfni með gátlistum, stöðlum og samanburðarkerfum. Sjá hér.
Kveðja, stjórn Leiknar.