Fræðsluerindi 10. október

Við minnum á:
Fræðsluerindi kl. 9:15 þriðjudaginn 10. október.
ATH á morgun!

Helen Grey hjá Iðunni fræðslusetri fræðir okkur um VISKA.

Kynningin mun fjalla um verkefnið VISKA (Visible Skills of Adults) sem er Erasmus+ (KA3) stefnumótunarverkefni fjögurra landa sem beinir sjónum að því forgangsatriði í stefnu Evrópusambandsins að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika á því að fá störf við hæfi og hlúa að félagslegri aðlögun. VISKA beinir jafnframt sjónum að því forgangsatriði að gera yfirfæranlega færni, svo sem persónulega og sérhæfða færni sýnilega svo hún nýtist sem best (e.transversal skills/transferable skills). Þetta á einnig við um færni sem aflað er utan hins formlega skólakerfis, t.d. starfsreynslu, nám á netinu og sjálfboðastörf.[1] VISKA leggur áherslu á þörfina til að skapa sameiginleg viðmið fyrir mat á færni á alþjóðavísu til að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og IÐUNNI-fræðslusetri umsjón með verkefninu fyrir hönd Íslands.

 

Smelltu hér til að tengjast fjarfundinum:
https://frea.adobeconnect.com/leikn/

Ef þú hefur aldrei notað Adobe connect þá eru hér góðar upplýsingar:

Prófaðu tenginguna þína: https://frea.adobeconnect.com/common/help/en/support/meeting_test.htm

Fáðu fljótlegt yfirlit: http://www.adobe.com/products/adobeconnect.html