Fréttir frá fullorðinsfræðslu og næsta fjarfræðsluerindi – Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi

Fjarfræðsluerindi Leiknar

Hér má sjá næstu fjarfræðsluerindi Leiknar. Þau hefjast alltaf kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.

Næsta erindi:

Þriðjudaginn 6. desember: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“. Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið.

Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar  •  Google Calendar  •  Outlook 

 

Fræðsla á nýju ári

Þriðjudaginn 10. janúar: Finnskur fjarkennsluvefur og stuðningur á netinu. Fjarerindi frá Otava Folk High School sem sérhæfir sig í fjarnámi, sveigjanlegri framsetningu náms og mjög sýnilegum stuðningi.

Þriðjudaginn 7. febrúar: Vinnuvistfræðilegt námsumhverfi og kennarapúltið að hverfa? Fyrirlesari frá VoxenUdannelsesCentrum Syd í Haderslev, en þar styður umhverfið við hugmyndafræði og starfsemi fullorðinsfræðslunnar.

Smelltu hér til að tengjast fundunum.

 

Á döfinni

Viltu vita meira um mótun fagháskólastigs á Íslandi?
Smelltu hér til að kynna þér málið.

Viltu reyna að fjármagna góða hugmynd? Þá er gott að vita af umsóknarfrestinum 31. mars 2017 til að sækja um Erasmus+ samstarfsverkefni um þróun fullorðinsfræðslu.
Smelltu hér til að kynna þér málið.
 

Að utan

NVL: skýrsla um leiðir til að meta alþýðufræðslu og þátttöku í samfélagslegum verkefnum á aðgengilegan hátt. Örugglega tilkomið til að auka atvinnuhæfni, viðurkenna fjölbreytileika og greiða leið í nám við hæfi. Sjá hér

EPALE: Bretland býður fullorðnu fólki ókeypis kennslu í upplýsingatækni. Markmiðið að auka tölvulæsi og tryggja að allir íbúar geti nýtt sér tölvutæknina. Sjá hér.

EAEA: Hér má sjá fullt nýtt af evrópskum áherslum í fullorðinsfræðslu og yfirlit yfir fjölda ráðstefna árið 2017. Nú er lag að skipuleggja sig og sækja um með góðum fyrirvara. Sjá hér
 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.