Fjarfræðsluerindi Leiknar
Hér má sjá næstu fjarfræðsluerindi Leiknar. Þau hefjast alltaf kl. 9.00 en gott er að skrá sig inn á fundarsvæðið nokkrum mínútum fyrr.
Næsta erindi:
Þriðjudaginn 6. desember: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“. Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið.
Settu viðburðinn í dagatalið þitt:
iCalendar • Google Calendar • Outlook
Fræðsla á nýju ári
Þriðjudaginn 10. janúar: Finnskur fjarkennsluvefur og stuðningur á netinu. Fjarerindi frá Otava Folk High School sem sérhæfir sig í fjarnámi, sveigjanlegri framsetningu náms og mjög sýnilegum stuðningi.
Þriðjudaginn 7. febrúar: Vinnuvistfræðilegt námsumhverfi og kennarapúltið að hverfa? Fyrirlesari frá VoxenUdannelsesCentrum Syd í Haderslev, en þar styður umhverfið við hugmyndafræði og starfsemi fullorðinsfræðslunnar.
Smelltu hér til að tengjast fundunum.
Á döfinni
Viltu vita meira um mótun fagháskólastigs á Íslandi?
Smelltu hér til að kynna þér málið.
Viltu reyna að fjármagna góða hugmynd? Þá er gott að vita af umsóknarfrestinum 31. mars 2017 til að sækja um Erasmus+ samstarfsverkefni um þróun fullorðinsfræðslu.
Smelltu hér til að kynna þér málið.
Að utan
NVL: skýrsla um leiðir til að meta alþýðufræðslu og þátttöku í samfélagslegum verkefnum á aðgengilegan hátt. Örugglega tilkomið til að auka atvinnuhæfni, viðurkenna fjölbreytileika og greiða leið í nám við hæfi. Sjá hér.
EPALE: Bretland býður fullorðnu fólki ókeypis kennslu í upplýsingatækni. Markmiðið að auka tölvulæsi og tryggja að allir íbúar geti nýtt sér tölvutæknina. Sjá hér.
EAEA: Hér má sjá fullt nýtt af evrópskum áherslum í fullorðinsfræðslu og yfirlit yfir fjölda ráðstefna árið 2017. Nú er lag að skipuleggja sig og sækja um með góðum fyrirvara. Sjá hér.
Kveðja, stjórn Leiknar.
|
|
||
|
|
|