Fræðsluerindi Leiknar á vorönn 2023
Bildung – Umbreytandi nám – Sjálfbærni
Leikn hefur nú starfi á nýju ári með áherslu á að miðla nýjungum til félagsmanna. Boðið verður upp á máðarlega erindi á vorönn til að efla víðsýni og veita innblástur inn í starf félagsfólks. Nánari upplýsingar um fræðsluerindin verða send út í lok janúar.
Fyrstu tveir fyrirlesarar ársins verða þær Lene Rachel Andersen og Laura Formenti.
- Þann 9. febrúar, kl. 10-11, ætlar Lene Rachel Andersen að fjalla um „Bildung“. Lene Rachel Andersen er hagfræðingur, rithöfundur, framtíðarfræðingur og bildung ”aktívisti”. Hún hefur skrifað 20 bækur, m.a. bók um leyndarmálið að baki velgengni norræna módelsins í færðslumálum út frá hugtakinu Bildung. Þar kemur m.a. starf Grundtvig til sögunnar. Lene mun kynna fyrir okkur hugtakið og rýna í lýsandi þætti þess.
- Þann 2. mars, kl 10 – 11, ætlar Laura Formenti að eiga við okkur spjall. Laura Formenti er sérfræðingur í námi fullorinna / símenntun og hefur hefur umsjón með vinnustofum um ”Pedagogy for Transformation in Work”. Laura ætlar að kynna fyrir okkur umbreytingu viðhorfa í námi fullorðinna og símenntun – og vill eiga samtal við okkur um það hvernig nám felur í sér umbreytingu.
|