Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 9 sendum við út fjarfræðsluerindi í 30 mínútur. Við fáum Guðmund Þór Reynisson, kerfisfræðing, til að fjalla um kosti upplýsingatækni til að halda utan um upplýsingar, án þess að prenta. Hann tekur m.a. dæmi um Evernote og fleiri öpp. Vonandi nýtist þessi örfræðsla okkur til að minnka sóun á pappír.
Smelltu hér til að tengjast fundinum.
Næstu fjarfræðsluerindi
Þriðjudagur 6. des.
„Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“
Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið
Þriðjudagurinn 10. jan.
Kynning á fjarkennslukerfi finnsks fullorðinsfræðsluaðila.
Nánar síðar.
Er íslenski hæfnirammi menntunar í höfn?
Formaður Leiknar skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu um áframhaldandi þróun íslensks hæfniramma menntunar, ásamt fjölda hagsmunaaðila utan formlega skólakerfsins. Með undirrituninni er mikilvægum áfanga náð í að auka samtal og samstarf menntakerfis og atvinnulífs þar sem nám getur farið fram hvar sem er og reynsla er metin að verðleikum. Heilmikil og spennandi þróunarvinna bíður okkar í fullorðinsfræðslunni en eins og flestir vita þá hefur mikil vinna átt sér stað sl. ár til að ná þessum áfanga.
Smelltu hér til að kynna þér málið.
Að utan
Spennandi skýrsla frá UNESCO: Rethinking education.
Fréttir frá EAEA (European Association for the Education of Adults). Allt um ráðstefnur, skýrslur og umbótaverkefni í Evrópu.
Kveðja, stjórn Leiknar.
|
|
|
|
Að tengjast Adobe Connect
Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi
Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum.
Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.
|
|
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband í síma 550-0060. |
|