Í dag 22. nóvember voru þær Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjórar hjá SÍMEY með fræðsluerindi um evrópska tungumálaramman. Erindi sitt kölluðu þær „Evrópski tungumálaramminn: Vannýtt verkfæri“. Í erindinu fjölluðu þær um evrópska tungumálaramman, uppbyggingu hans og hugmyndafræðina sem liggur þar að baki. í stuttu máli þá skilgreinir evrópski tungumála ramminn tungumálahæfni niður á hæfniþrep sem spanna frá A1 og upp í C2.
Í erindi þeirra kom fram að þegar kemur að kennslu í íslensku sem öðru máli að þá hefur megin áhersla verið á kennsluefni en ekki hvaða hæfni einstaklingur þarf til að geta átt samskipti. Þær bentu á að tungumálaramminn er afar hentugt verkfæri til að skilgreina þessa hæfni, vera grundvöllur fyrir bæði kennsluefni og námskrá og gerir framgang náms skýran fyrir nemendum. Einnig bentu þær á mikilvægi þess fyrir atvinnulíf að geta sett fram kröfur um tungumála kunnáttu fram með skýrum hætti.
Af fyrirlestir þeirra er ljóst að það er stórt verkefni fyrir höndum varðandi að staðla hæfnikröfur og innleiða tungumálaramman inn í kennsluhætti, námsefni, og ekki síst inn í vitund fólks. Smellið á myndina til að horfa á upptöku af erindinu