Sumarið er handan við hornið og vonandi fræðandi vetur að baki. Áður en við hjá Leikn leggjumst í sumardvala þá viljum við senda ykkar síðustu fræðslumolana sem okkur berast þessa dagana. Um er að ræða tengla inn á margskonar útgáfur og fréttaveitur um fullorðinsfræðslu.
Hvað viltu skoða?
Epale- evrópska upplýsingaveitan um fullorðinsfræðslu. Þessa daga er verið að kynna allskonar viðburði og ráðstefnur á sviði fullorðinsfræðslu, sem haldnar verða næsta haust. Það er þess virði að fara reglulega inn á þessa síðu og kynna sér nýjungar.
New skills agenda in Europe: Átak stendur nú yfir í Evrópu til að tryggja að allir noti hæfileika sína og byggi markvisst upp persónulega og starfstengda hæfni. Skilaboðin eru að enginn má vera eftirbátur.
Á fullorðinsfræðsla að vera skylda? Hér má skoða ályktun Norðurlandanna um þessa rótttæku nálgun.
Cedefop fjallar um hvernig endurbætum við menntakerfin okkar og horfum til framtíðar, hæfniuppbyggingar og nýrra áskorana handan við hornið.
Kæra samstarfsfólk, eigið gott sumar framundan og sjáumst í haust.
Kveðja,
Stjórn Leiknar.