A A A
föstudagurinn 15. janúar 2016

Hvađ er ađ frétta? Málţing um menntamál

Ágætu félagar í Leikn.

Fróðlegur dagspartur er framundan þar sem staðan verður tekin á starfsmenntun, framhaldsfræðslu, fræðslusjóðum og hæfniuppbyggingu. Ágætis upprifjun um stöðu og horfur í upphafi árs.

Hvað er að frétta?
Málþing um menntamál

Dagsetning:          19. janúar 2016 – 09:00 – 12:30
Skráning:              Skráning er í gegnum netfangið asta@asi.is
Staðsetning:         Grand Hótel – salur:  Gallerí
Ráðstefnustjóri:    Ingibjörg Ósk Birgisdóttir
 
Dagskrá

09:00                   Setning – Finnbjörn A. Hermannsson, formaður menntanefndar.

09:10 – 09:40     Iðn- og starfsmenntun – Hvítbókinni fylgt eftir.  Ársæll Guðmundsson, verkefnastjóri  hjá                                  mennta- og menningar-málaráðuneytinu.

09:40 – 10:10     Fagháskóli, hvað er það?  Runólfur Ágústson, verkefnastjóri  hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun.

10:10 – 10:30     Hæfniþrepin – hvernig gagnast þau okkur?  Halla Valgeirsdóttir, sérfræðingur hjá                                                Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

10:30 – 10:50     Kaffi

10:50 – 11:15     Raunfærnimat – Staðan í nútíð og tækifæri í framtíð.  Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá                                  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

11:15 – 11:45     Framhaldsfræðsla – tillögur vinnuhóps menntamálaráðherra.  Halldór Grönvold,                                                aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

11:45 – 12:15     Samspil starfsmenntasjóða og Fræðslusjóðs.  Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

12:15 – 12:30     Samantekt  - Ingibjörg Ósk Birgisdóttir     

föstudagurinn 8. janúar 2016

Leikjavćđing í námi

Við byrjum nýja árið af fullum krafti og kynnum til leiks nýtt fjarfræðsluerindi næsta þriðjudag, 12. janúar kl. 9-9.40.

Að þessu sinni fáum við innsýn inn í leikjavæðingu í námi (gamification) og veltum fyrir okkur hvernig sú kennsluaðferð er að þróast og hvort við getum nýtt hana innan fullorðinsfræðslunnar. Fyrirlesari er Bjarki Þór Jónsson tölvuleikjafræðingur, sem kennir tölvuhönnun við Fjölbrautaskólann í Ármúla. 

Við vitum að leikjavæðing er í örri þróun og er mikill hvati til náms hjá ungu fólki. Hér fáum við stutt innlit í meginhugmyndafræðina og kannski kveikir það góðar hugmyndir og framtíðarpælingar á okkar vettvangi.

Taktu tíma frá fyrir Leikjavæðinguna 12. janúar kl. 9 og skráðu þig inn á þessari slóð til að taka þátt:

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Næsta erindi sem mun fjalla um menntun fanga verður haldið þriðjudaginn 2. febrúar. 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

föstudagurinn 9. október 2015

Frćđsluerindi Leiknar haustiđ 2015.

Ágætu félagar í Leikn – samtökum fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi.

Þá er vetrarstarfið að hefjast og við Leiknarfólk byrjuð að setja saman dagskrá og óskalista verkefna. Markmiðið er að venju að byggja upp samráðs- og samskiptavettvang um þróun fullorðinsfræðslu og miðla upplýsingum um áskoranir og álitamál á okkar starfssviði. Ný stjórn tók við á síðasta aðalfundi og hana má sjá hér ásamt netföngum. 

Framundan eru stuttu og snörpu fjarfræðsluerindin okkar sem haldin verða 1sta þriðjudag í hverjum mánuði. Þátttaka er alltaf að aukast og tækniörðugleikar heyra næstum sögunni til. Takið neðangreinda tíma endilega frá til að fræðast í morgunsárið og hlaupa svo spræk út í daginn. Þegar nær dregur sendum við ykkur slóð og leiðbeiningar um innskráningu. 

Þriðjudagur 6. okt. kl. 9.00
Áshildur Linnet frá Rauða krossinum, verkefnisstjóri málefna hælisleitenda og flóttamanna, mun tala um það fræðslu- og aðlögunarferli sem er til staðar fyrir aðflutta flóttamenn til Íslands og aðkomu Rauða krossins að því.

Þriðjudagur 3. nóv. kl. 9.00
Guðríður Helgadóttir, skólastjóri Garðyrkjuskólans fjallar um Umskólun og undirbúning að nýjum starfsferli út frá fullorðnum nemendum skólans.

Þriðjudagur 1. des. kl. 9.00
Markaðssetning á netinu. Nánar auglýst síðar. 

Eftir áramót viljum við svo gera fjarkennslu, tæki, tólum, virkni, viðhaldi og gæðum, góð skil og köllum þar eftir hugmyndum og verklagi frá ykkur. Þar viljum við fara aðeins dýpra í umræðurnar og kynningarnar sem haldnar voru á TÆKNITRÖLLA ráðstefnunni í Keflavík sl. vor. 


Kveðja, stjórnin.

fimmtudagurinn 25. september 2014

Frćđsluerindi Leiknar

 

Fræðslufundarröð Leiknar fyrir veturinn 2014-2015 er í vinnslu. Búið er að ákveða fundi haustsins og setja niður fundartíma fyrir vorið.   Fyrirkomulag fræðslufundanna verður með sama hætti og áður. Fundirnir hefjast kl. 9. Fyrirlesari heldur erindi í u.þ.b. 20 mínútur og svo verða umræður í 10 mínútur. Fundirnir verða sendir út á netinu . Send verða út fundarboð til aðildarfélaganna með tilheyrandi tækniupplýsingum þegar nær dregur.

 

Fjarfundir verða veturinn 2014 - 2015 sem hér segir:

 • 7. október - Raunfærnimat, nútíð og nánasta framtíð – Haukur Harðarson Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Farið verður yfir hvaða breytingar eru að verða innanlands varðandi nýjar greinar, tölulegar upplýsingar og sagt frá könnun á gengi í skólum eftir raunfærnimat.  Þá verður umfjöllunin einnig tengd við Evrópu og Norðurlöndin.
 • 4. nóvember,,Hlakka til að mæta í skólann á hverjum degi“ – þótt ég sé 36 ára gömul!
   – Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA
 •  2. desemberKynning á þróunarverkefni um eflingu verk- og tæknináms á Norðurlandi  – Erla Björg Guðmundsdóttir, SÍMEY.
 •  20. janúarRaunfærnimat á Íslandi, ávinningurinn fyrir einstaklinga í lífi og starfi – Hildur Betty Kristjánsdóttir í SÍMEY fjallar um doktorsverkefnið sitt.  
 • 3. febrúar Erasmus+. Margét Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá Rannís kynnir Erasmus+ sem er ný mennta- æskulýðs og íþróttaáætlun ESB.  Erasmus+ veitir aðilum sem koma að menntun á öllum skólastigum einstakt tækifæri til að taka þátt í Evrópusamstarfi, efla tengsl við Evrópu og fylgjast með og miðla nýjungum í fræðslustarfi.  Þá mun hún einnig kynna nýja vefgátt EPALE sem er fyrir fagaðila í fullorðinsfræðslu í Evrópu
 • 4. mars – Lykilfærni í atvinnulífi á 21. öldinni  Sigríður Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá SHJ ráðgjöf mun fjalla um lykilfærni í atvinnulífi á 21. öldinni.  Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu á 21. öldinni.  Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni. Sjá nánar hér
 • 21. apríl – Evrópsk sýn á neðri þrep íslenska hæfnirammans og álitamál um þróun fullorðsinsfræðslu. Hulda Anna Arnljótsdóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar.
  Sagt verður frá umræðum, álitamálum og pælingum sem átt hafa sér stað á evrópskum vettvangi og hérlendis um neðri þrep íslenska hæfnirammans um nám, störf og starfsþróun en fjölmargir hagsmunaaðilar  taka nú þátt vinnuhópum til að ræða framkvæmd og innleiðingu rammans. Einnig verður sagt frá álitamálum og áskorunum sem fullorðinsfræðslan stendur frammi fyrir erlendis.

 

Þar sem svo margt spennandi er að gerast á okkar starfsvettvangi leitar stjórn LEIKNAR  til allra sem sinna fullorðinsfræðslu um að vera með fjarfundarerindi. Sendið póst á betty@simey.is ef þið hafið áhuga á að vera með erindi. Fyrstir koma, fyrstir fá. 

 

fimmtudagurinn 17. október 2013

Vinnuhópur um EQF - NQF

Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur myndað vinnuhóp sem fara á yfir hvernig setja má óformlegt nám inná hæfniþrepin.  Nú í byrjun sumars gafst fullorðinfræðsluaðilum kostur á að koma með athugasemdir við íslenska hæfnirammann.  Því voru athugasemdir Leiknar sendar til ráðuneytis, þar sem m.a. var farið fram á nánari samvinnu og skilgreininar á hæfnirammanum. Í kjölfar þess var myndaður vinnuhópur sem nú er að hefja störf.  Ramminn er of bóknámsmiðaður og ekki nægilega tengdur atvinnulífinu og starfsþróun. Einnig er lagt til að kljúfa fyrsta þrepið í tvennt til að ná yfir þann stóra hóp sem er að læra á því þrepi eða bæta við einu þrepi til viðbótar. Okkar tillaga, eins og margra annarra, er að bæta við einu þrepi og hafa íslenska rammann sambærilegan við þann evrópska. Skoða þarf hvernig fólk færist á milli þrepa, hvernig getur fólk verið á mismunandi þrepum eftir mismunandi hæfnisviðum. Kynningu hefur vantað og samráð við hagsmunaaðila í fullorðinsfræðslu, en nú verður vonandi gerð bragarbót á því.

 

Eldri fćrslur
Vefumsjón