A A A
fimmtudagurinn 27. október 2016

Fjarfrćđsluerindi nóvembermánađar

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 9 sendum við út fjarfræðsluerindi í 30 mínútur. Við fáum Guðmund Þór Reynisson, kerfisfræðing, til að fjalla um kosti upplýsingatækni til að halda utan um upplýsingar, án þess að prenta. Hann tekur m.a. dæmi um Evernote og fleiri öpp. Vonandi nýtist þessi örfræðsla okkur til að minnka sóun á pappír. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Næstu fjarfræðsluerindi

Þriðjudagur 6. des.
„Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“
Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið

Þriðjudagurinn 10. jan.
Kynning á fjarkennslukerfi finnsks fullorðinsfræðsluaðila.
Nánar síðar.

 

Er íslenski hæfnirammi menntunar í höfn?

Formaður Leiknar skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu um áframhaldandi þróun íslensks hæfniramma menntunar, ásamt fjölda hagsmunaaðila utan formlega skólakerfsins. Með undirrituninni er mikilvægum áfanga náð í að auka samtal og samstarf menntakerfis og atvinnulífs þar sem nám getur farið fram hvar sem er og reynsla er metin að verðleikum. Heilmikil og spennandi þróunarvinna bíður okkar í fullorðinsfræðslunni en eins og flestir vita þá hefur mikil vinna átt sér stað sl. ár til að ná þessum áfanga.

Smelltu hér til að kynna þér málið.
 

Að utan

Spennandi skýrsla frá UNESCO: Rethinking education.

Fréttir frá EAEA (European Association for the Education of Adults).
Allt um ráðstefnur, skýrslur og umbótaverkefni í Evrópu
 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.

Fjarfræðsluerindi morgundagsins


Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. okt. kl. 9 hefjum við útsendingu á fyrstu fræðslu haustsins á vefnum. Anna Lára Steindal, heimspekingur og verkefnastjóri hjá Rauða Krossinum ætlar að fjalla um; „Listin að lifa og læra saman - Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Gott er að koma inn á námssvæðið aðeins fyrr og stilla sín tæki, og ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

 

Á döfinni

Fram að jólum er þessi fjarfræðsla fyrirhuguð og endilega takið tíma frá til að vera með okkur í beinni útsendingu sem hefst alltaf klukkan 9.
Þriðjudaginn 1. nóv: Guðmundur Þór Reynisson, kerfisfræðingur fjallar um appið „Evernote- sem engu gleymir“ og hvernig hægt er að nýta það til að safna þekkingu héðan og þaðan, flokka, og finna aftur - til að búa til eitthvað nýtt.
Þriðjudaginn 6. des: Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bifröst og SSV flytur erindið: „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi“.

 

Að utan

Epale leggur áherslu á tungumálakennslu þessa dagana. Sjá hér.

NVL hefur nýsent frá sér fréttabréf þar sem kennir ýmissa grasa. Sjá hér.

Cedefop- Starfsmenntastofnun Evrópu vinnur að því að auka gæði og gegnsæi við uppbyggingu starfshæfni með gátlistum, stöðlum og samanburðarkerfum. Sjá hér.

Kveðja, stjórn Leiknar. 

 

föstudagurinn 16. september 2016

Fyrsta erindi vetrarins

Ágæta Leiknarfólk


Við hjá Leikn erum búin að funda og setja okkur í stellingar fyrir nýtt starfsár. Að venju ætlum við að fræða og miðla upplýsingum um faglegar áherslur í fullorðinsfræðslu og styrkja þannig samstarfsvettvanginn og sameiginlegan hag. Á vefsíðu Leiknar má sjá allt sem á undan er gengið, skjöl, skrár og skýrslur eða rifja upp okkar sígildu snörpu fjarfræðsluerindi.
 

Listin að lifa og læra saman 

Þriðjudaginn 4. október fáum við Önnu Láru Steindal, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum til að fjalla um fjölmenningu og fordóma undir yfirskriftinni: „Listin að lifa og læra saman - Um traust og virðingu í samskiptum þvert á menningarheima“. Allir sem til þekkja vita að hér er frábær fyrirlesari á ferð sem ýtir við fólki og fær það til að endurskoða sitthvað í eigin fari. 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.
 

EPALE - alhliða upplýsingaveita 

Epale er evrópsk upplýsingaveita um allt sem viðkemur fullorðinsfræðslu og ævinámi. Þau hafa verið iðin í sumar við að setja inn efni t.d. um vinnustaðarnám og fyrirtækja-/stofnanaskóla. Hér úir allt og grúir af fróðleik og taka þau fyrir ákveðin þemu í einu. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig inn á Epale gáttina og fylgjast með því nýjasta. 


Hæfni - mál málanna

Markviss hæfniuppbygging er mál málanna í Evrópu og margt er í gangi til að fá alla til að huga að eigin hæfniuppbyggingu. Það varðar kerfisbreytingar, sveigjanleika og nýja hugsun um nám og mat á færni.

Hér má sjá útgáfur Cedefop um efnið: Skillset and match

Þá stefnum við á það að halda fjarfræðsluerindin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og vonumst til að heyra í sem flestum þann fjórða október. 

Kveðja, stjórn Leiknar. 

 

Að tengjast Adobe Connect 

Erindin eru flutt í gegnum Adobe Connect, fjarfundabúnað á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Við mælum með að þið komið á tengingu uppúr 08:30. Smelltu á tengilinn hér að neðan til að tengjast fundinum. 
 
https://frea.adobeconnect.com/fundarherbergi

Hér fyrir neðan eru svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú tengist Adobe Connect fundarherberginu ef þú lendir í vandræðum. 

Smelltu hér til að horfa á myndband með leiðbeiningum.

 
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband  í síma 550-0060.
ţriđjudagurinn 21. júní 2016

Af fullorđinsfrćđslu í Evrópu

Sumarið er handan við hornið og vonandi fræðandi vetur að baki. Áður en við hjá Leikn leggjumst í sumardvala þá viljum við senda ykkar síðustu fræðslumolana sem okkur berast þessa dagana. Um er að ræða tengla inn á margskonar útgáfur og fréttaveitur um fullorðinsfræðslu.

Hvað viltu skoða?

Epale- evrópska upplýsingaveitan um fullorðinsfræðslu. Þessa daga er verið að kynna allskonar viðburði og ráðstefnur á sviði fullorðinsfræðslu, sem haldnar verða næsta haust. Það er þess virði að fara reglulega inn á þessa síðu og kynna sér nýjungar.

New skills agenda in Europe: Átak stendur nú yfir í Evrópu til að tryggja að allir noti hæfileika sína og byggi markvisst upp persónulega og starfstengda hæfni. Skilaboðin eru að enginn má vera eftirbátur. 

Á fullorðinsfræðsla að vera skylda? Hér má skoða ályktun Norðurlandanna um þessa rótttæku nálgun. 

Cedefop fjallar um hvernig endurbætum við menntakerfin okkar og horfum til framtíðar, hæfniuppbyggingar og nýrra áskorana handan við hornið. 

Kæra samstarfsfólk, eigið gott sumar framundan og sjáumst í haust. 

Kveðja,
Stjórn Leiknar

föstudagurinn 22. apríl 2016

Síđasta fjarfrćđsluerindi vetrarins

Síðasta fjarfræðsluerindi vetrarins verður sent út á vefnum næsta þriðjudag, 26. apríl, kl. 9. Þá mun Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðunni fræðslusetri, gefa okkur innsýn í „Áætlanagerð í verkefnum.“ 

Að venju tengjumst við fyrir kl. 9.00. Gott er að vera kominn inn á fundinn 15 mínútum fyrr til að ganga úr skugga um að hljóð og mynd séu í lagi. 

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

 

Aðalfundur Leiknar

Aðalfundur Leiknar var haldinn 19. apríl sl. hjá Iðunni fræðslusetri. Fyrir fundinn fengum við Lísu Jóhönnu Ævarsdóttur, MPM, til kynna fyrir okkur sjónrænar stjórnunaraðferðir í anda LEAN hugmyndafræðinnar. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn og einungis vantaði fulltrúa frá þremur stofnaðilum. Hinsvegar sátu færri aðalfundinn sem hófst í kjölfarið en  uppjör starfsársins má nálgast hér á vef Leiknar og fundargerð verður sett inn bráðlega. 

Við Leiknarfólk þökkum kærlega skemmtilegt samstarf í vetur um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars.

Kveðja, stjórn Leiknar. 

Eldri fćrslur
Vefumsjón